Hópastarf byrjar aftur

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Nú er hópastarf byrjað aftur á Dvergasteini eftir áramót. Við förum í samveru eftir morgunmat síðan í hópastarf kl 9:30. Það eru þrír hópar á Dvergasteini; Trölla-, Grallara-, og Krílahópur. Þeir skiptast á að fara í könnunarleik, listasmiðju og iPadtíma á mánu-, þriðju-, og miðvikudögum. Á fimmtudögum er svo hreyfing og á föstudögum er frjálst.

 

Þið getið séð hverjir eru í hvaða hóp á blaði sem hangir uppi við deildina.