Krúttleg jólatré

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini erum aðeins byrjuð að skreyta deildina okkar og gera kósý fyrir jólin. Nú hanga uppi krúttleg jólatré sem við stimpluðum með fótunum okkar.
Kennararnir málaðu fæturnar og kítluðu þá aðeins í leiðinni. Síðan stimpluðum við fótunum á blaðið. Þegar það var þurrt fengum við smá gula málningu á puttan og stimpluðum "stjörnu" á toppinn á tréinu. Útkoman er voða krúttleg.