Umferðaskólinn á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Umferðaskólinn kom á Berg fimmtudaginn 28. maí og elstu nemendurnir voru mjög áhugasamir. Farið var yfir mikilvægi þess að vera með belti í bíl, hjálm á höfðinu við hjólreiðar og að elta ekki bolta út á götu.

Grænfáninn.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Bakki fékk Grænfánann afhentan í fjórða sinn og Berg líka í fjórða sinn við hátíðlega athöfn.

Um er að ræða alþjóðlega viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar.

Einnig fyrir að leggja okkar að mörkum í að efla og bæta umhverfið bæði innan skólans og í nær umhverfinu.

Fréttabref til foreldra Álfasteins

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Fréttabréf Álfasteins maí 2015 (English below).

Sælir kæru foreldrar.
Næstu daga og vikur verður margt skemmtilegt um að vera hjá okkur á Álfasteini.

Þann 13.maí er fyrirhuguð sveitaferð á vegum foreldrafélagsins og leikskólans. Stefnan er tekin á Hraðastaði í Mosfellsdal þar sem að dýrin á bænum verða skoðuð og vonandi sjáum við ný fædd lömb. Við tökum með okkur pylsur og grillum þær á staðnum. Við förum í rútu frá Bergi klukkan 09:00 og komum til baka um 12:30.

Nú vonum við að sumarið sé á næsta leiti og veðrið er aðeins farið að leika betur við okkur. Þá viljum við endilega minna ykkur á að fara yfir töskur barnanna og ganga úr skugga um að næg aukaföt séu til staðar þar sem að börnin fara að vera léttklæddari úti og þá óhreinkumst við oft meira með tilheyrandi sulli og drullumalli :)
Einnig er gott að börnin hafi með sér létta skó, létta húfu/buff og sólarvörn.

 

Gleðilegt sumar.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elstu tveir árgangarnir á Bakkabergi voru að búa til stór blóm í tilefni þess að sumarið er komið.