Ball á bleikum degi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

í tilefni bleika dagsins mættu börn og kennarar í bleikum fötum og héldu ball með harmonikkutónlist.  Börnin sungu og dönsuðu hóký póký, skósmíðadansinn, kátirvoru karlar, Karl gekk út um morguntíma og fleiri gömul og góð íslensk danslög.

Fjörulallar-samvinna

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Fjörulallarnir hafa verið í efnissöfnun undanfarið og verkefnavinnu.

Við vorum að safna bláskeljum til að búa til mýs úr og svo höfum við líka verið að tína steina sem eru sléttir og fínir þannig að hægt sé að mála á þá mynd.

Ásmundarsafn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór að heimsækja Ásmundarsafn.   Við fengum mjög skemmtilega fræðslu og frábært veður.  Ásmundarsafn er mjög fallegt hús og kúlan ofan á húsinu er forvitnileg.  Við byrjuðum á því að skoða stytturnar úti.  Þær heita ýmsum skemmtilegum nöfnum, eins og veðurfræðingurinn, garðyrkjumaðurinn, tónar hafsins, tröllskessan og jónsmessa.

The information button/upplýsingahnappurinn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

This sign is the information button. You can see it on the right sight corner on the Bakkaberg.is homepage. There you will find informations in many languages about things relating to kindergartens. Þennan upplýsingahnapp má finna uppi í hægra horninu á heimasíðu leikskólans Bakkaberg.is . Þar má finna upplýsingar um leikskóla á ýmsum tungumálum.