Fjörulallar elstu á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það var bara einn hópur sem fór í fjöruna í síðustu viku.

Bæði var það vegna þess að það var svo mikið annað um að vera og eins vegna veikinda.

Það voru elstu börnin á Bakka sem skelltu sér af stað og fengu þau alveg að velja hvert þau færu og hvað þau ætluðu að gera.

 

Sjálfsmynd

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2009, 2010 og 2011 árgangarnir á  á Bakkabergi  voru að gera glæsilegar sjálfsmyndir.  Við byrjuðum á því að skoða andlitið okkar í spegli.  Horfðum á formið á andlitinu, hárið , eyrun, munninn og tennurnar.  Við skoðuðum líka augun vel og litlu svörtu augasteinana inn í augunum okkar. 

Fjörulallar-vinavika

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það var nokkurskonar vinavika hjá okkur fjörulöllum í vikunni, en við vorum að klára söfnun á steinum og bláskeljum. Það voru börnin á Bergi sem tíndu steina fyrir báðar starfsstöðvar og Bakkabörnin tíndu bláskeljar.

Börnin á Bergi mótuðu hendurnar í sandinn og við tókum myndir sem áttu að tákna vinakveðju til Bakka.

Fyrsti snjórinn á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

21. október kom fyrsti snjór vetrarins sem vakti mikla lukku hjá flestum börnunum og héldu mörg hver að jólin væru alveg á næsta leiti.