Fjörulallar- fuglar, selir og fleiri flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Bakkafjörulallar fóru í fjöruferðir og voru að fylgjast með fuglalífinu. Við sáum nokkrar tegundir eins og tjald, æðarfugla, stokkendur, máva, krumma og nokkra skógarþresti.

Við vorum líka svo heppin að sjá sel sem var að synda mjög nálægt landi og var eins og hann væri að fylgja okkur eftir þegar við fórum úr fjörunni.

 

Foreldrakaffi á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Foreldrakaffi á Bergi
(English below)

Mánudaginn 1. desember frá kl 15 ætlum við að bjóða foreldrum í heitt kakó og nýbakaðar piparkökur.
Leikskólakórinn mun syngja nokkur lög um kl 15:30.
Ömmur og afar hjartanlega velkomin.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Starfsfólk og nemendur á Bergi.


Cocoa and cookies with parents in Berg

On Monday, December 1. we invite parents to join us to hot cocoa and cookies.
The Preschool choir in Berg will sing a few songs at 15:30 pm.
Grandparents are welcome.
Looking forward to see you all.

Staff and children in Berg.

Sullað með hveiti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg


Í könnunarleik þessa vikuna fá krakkarnir að leika sér með hveiti. Þau eru á bleyjunum eða nærfötunum inni í Draumalandi þar sem er búið að opna tvo poka af hveiti. Kennarinn setur fyrst smá hveiti á gólfið og svo fylgjumst við með hvað börnin gera. Þegar þau eru búin að sulla með hveitið í nokkurn tíma þá fá þau smá hrísgrjón og haframjöl til að finna aðra áferð.

Fjörulallar-flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá var loksins komið að því að senda flöskuskeytin okkar af stað.

Við settum myndir og bréf í flöskurnar og í bréfinu báðum við um að við yrðum látin vita hvar þau hefðu fundist ef það skildi gerast.