Fjörujól

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá var komið að okkar árlegu jólaheimsókn í fjöruna okkar.

Það voru fjörulallar á Bergi sem byrjuðu á því að fara öll saman og gera jólatré í sandfjörunni.

Það er ekki mikið af steinum í sandfjörunni þannig að við notuðum bóluþang og sand líka. Síðan skreyttum við með hagléli og settum friðarkerti efst. Selurinn Snorri fær alltaf að koma með í jólaheimsóknina og var að sjálfsögðu með jólasveinahúfuna sína.

Jólakúlur,Jólaball.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Börnin á Bakkabergi voru að búa til glæsilegar jólakúlur.  Við byrjuðum á því að búa til kúlur úr dagblöðum, svo settum við gifs utan um.  Þegar kúlurnar þornuðu voru þær málaðar og skreyttar með glimmeri.

Senn koma jólin-Árbæjarsafn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, senn koma jólin, á Árbæjarsafni.  Við  vorum að fræðast um jólin í gamla daga.  Við skoðuðum Árbæ, gamla burstabæinn á Árbæjarsafni.  Við sáum hvernig börnin fóru í jólabað í fjósinu  og skoðuðum  hlóðaeldhús, þar sem hangikjöt og bjúgu hanga upp í rjáfrinu. 

Jólastundir á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Nú eru jólasöngstundirnar byrjaðar á Bergi. Við hittumst inni á Dvergasteini um 9:30 á morgnanna, kveikjum á rafmagnskertum og höfum það notalegt saman. Við syngjum skemmtileg jólalög og hlustum á jólasögu. 

Gott að hittast á morgnanna og fagna jólagleðinni saman :)