Maximús Músíkús

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2009 árganginum á Bakkabergi var ásamt fleiri leikskólabörnum boðið á Sinfóníutónleika í Hörpunni.   Tónleikarnir fjölluðu um ævintýri lítillar músar, Maxímúsar sem villist ínn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit og heillast af þeirri tónaveröld sem þar ríkir.

krossfiskar

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2011 árgangurinn á Bakkabergi  var að búa til krossfiska.  Við byrjuðum á því að skoða alvöru krossfisk, koma aðeins við hann og skoða hann í krók og kima. 

Facebook

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Minni foreldra Bakkabarna á facebook grúppuna okkar Leikskólinn Bakki

Þar koma nánast daglega inn myndir úr starfinu auk tilkynninga frá okkur og fleira :)  Ég hvet alla sem ekki eru komnir þarna inn að gera það, þetta er mjög lifandi og skemmtilegur hópur :)

Þrykkmyndir

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2011 árgangurinn á Bakkabergi var að gera þrykkmyndir.  Við vorum að skoða formin, hring, kassa og þríhyrning.  Þau byrjuðu á því að rúlla málningu á glerplötu, síðan teiknuðu þau á plötuna. Þá var komið að því að koma myndinni yfir á pappír.