Opnum á ný eftir sumarfrí

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Nemendur og starfsfólk eru óðum að koma til baka
frísk og endurnærð eftir fjögra vikna sumarleyfi.
Enn er nóg eftir af sumrinu og því enn nokkrar vikur í að vetrarstarfið hefjist.

Eins og allir vita þá mun leikskólinn Bakkaberg (Bakki í Staðarhverfi
og Berg á Kjalarnesi) leggja niður starfsemi sína í núverandi mynd.
Á næstunni mun leikskólinn Bakki sameinast Leikskólanum Hömrum
og Leikskólinn Berg mun sameinast Klébergsskóla.
Meira um það síðar.

Við horfum glöð og full eftirvæntingar fram á veginn
og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir og ný tækifæri.