Útskrift elstu barna

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2010 árgangurinn á Bakka útskrifaðist við hátíðlega athöfn 19. maí sl.

Þau byrjuðu daginn á leikhúsferð og buðu svo foreldrum sínum í athöfnina þar sem foreldrar komu með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Börnin sungu og fengu afhentar möppur og útskriftarskjal.

Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þennan flotta hóp og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.