Útskrift elsta árgangsins á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Fimmtudaginn 19/5 var útskriftarhátíð á Bergi þar sem börn fædd 2010 voru kvödd við hátíðlega athöfn í sal skólans. Börnin sungu nokkur vel valin lög og stóðu sig alveg einstaklega vel.

Svo var þeim veitt viðurkenning fyrir frábæra framistöðu í öll þessi ár sem þau hafa verið í leikskólanum, fengu afhenda steina úr fjörunni okkar, sem kennararnir höfðu valið sérstaklega fyrir hvert barn, til minningar um dvölina í leikskólanum og merkt þeim, svo. Fyrr um morguninn höfðu börnin undirbúið veitingar og buðu upp á ostapinna og djús.

Við þökkum þessum yndislegu börnum og foreldrum þeirra fyrir samveruna á liðnum árum og óskum þeim velfarnaðar í því sem að þau taka sér fyrir hendur. Við eigum þó enn eftir að eiga nokkrar stundir saman áður en þau byrja í skólanum.