Samstarf

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Í vetur hafa elsti árgangur leikskólans Bakka og 1. bekkur Kelduskóla-Korpu við verið í mjög skemmtilegu samstarfsverkefni. Við ákváðum að verkefnið myndi tengjast okkar fallega umhverfi, fjörunni, selunum og fuglunum sem eiga heima þar. Við byrjuðum á því að fara saman í fjöruna seinasta haust, börnin höfðu mikinn áhuga á því að skoða fuglana, í framhaldinu ákváðum við að vinna með farfugla og staðfugla. Eftir að hafa skoðað fuglavefinn á netinu valdi hver nemandi sinn fugl til að vinna með um veturinn. Meðan harðasti veturinn gekk yfir vorum við hittast til skiptis í Kelduskóla-Korpu og leikskólanum Bakka. Hver nemandi leiraði sinn fugl, við leystum alls kyns verkefni og æfðum okkur að vera öll vinir.

Þegar fór að vora fór allur hópurinn saman niður í fjöru, ýmislegt bar fyrir augu, hrossagaukurinn var mættur og krummi er búin að gera sér laup rétt hjá skólunum okkar. Og leirfuglarnir okkar eru komnir á flug.