Barnamenningarhátíð 19. apríl

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Velkomin í leikskólann minn

- Blóm margbreytileikans -

Leikskólinn Berg tekur þátt í Barnamenningarhátíð í ár, í verkefninu „Velkomin í leikskólann minn“.

Verkefnið okkar er samvinnuverkefni Álfasteins og Dvergasteins. Ákveðið var að gera mynd af blómi margbreytileikans. Hugsunin á bakvið verkefnið okkar í leikskólanum Berg, er að heimurinn er fallegur og eiga allir litir að njóta sín.

Myndin sýnir alla liti sem tákna margbreytileika mannkynsins. Til að öll börnin okkar geti blómstrað þá þurfa þau hvatningu, umhyggju og fyrst og fremst vináttu annarra barna. Á myndinni má sjá hvað börnunum fannst skipta mestu máli í þeirra huga þegar ný börn byrja í leikskólunum okkar. Spurningarnar þeirra voru: Hvað geta þau kennt okkur og hvað getum við kennt þeim?

Markmið verkefnisins er að börnin velti því fyrir sér hvernig þau geti boðið öll ný börn velkomin í leikskólann sinn. Ekki síst í þeim tilfellum þegar börn byrja í leikskólanum og tala annað móðurmál en íslensku, hvernig er hægt að bjóða þau velkomin? Hvað geta börnin gert til að aðstoða nýja barnið? Hvað geta börnin lært af nýja barninu og hvað geta þau kennt því?

Þátttakendur í verkefninu eru:

Leikskólaskrifstofa SFS og leikskólarnir Miðborg, Laufásborg, Blásalir, Hólaborg, Berg, Múlaborg, Stakkaborg, Sæborg, Nóaborg.

Opnun sýningarinnar verður í Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15, þriðjudaginn 19. apríl kl 16:00.

Ævar vísindamaður verður á staðnum og skemmtir fólki. Bergljót Baldursdóttir mun lesa upp úr ný útkominni bók sinni „Von be don” sem hún skrifaði ásamt Brynhildi Jenný Bjarnadóttur og er ætluð byrjendum í lestri.

Vonum að sem flestir, bæði börn og foreldrar sjái sér fært að mæta á opnunina.