Grænfáninn.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Bakki fékk Grænfánann afhentan í fjórða sinn og Berg í það þriðja við hátíðlega athöfn.Um er að ræða alþjóðlega viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar.

Einnig fyrir að leggja okkar að mörkum í að efla og bæta umhverfið bæði innan skólans og í nær umhverfinu.

Í þetta sinnið var horfið frá að því að draga fánann að húni því þeir eru fljótir að láta á sjá  vegna hressilegu vindanna sem blása bæði á Bakka og Bergi.   Í staðinn fengum við Grænfánaskjöld  sem hengdur var upp á útvegg húsanna sem snýr að bílastæðinu og blasir þar við öllum sem að koma.

En sem fyrr erum við að vinna með eftirfarandi markmið sem falla vel að starfi okkar með leikskólabörnunum:

·         Að fræða börn, foreldra og starfsfólk um Græn fánann og tilgang þess að fá að  flagga honum.

·         Að flokka ruslið og endurnýta sem mest.

·         Að vera hagnýt varðandi allan rekstur skólans, t.d. hvað varðar orkunotkun, nýtingu á efnivið og að  gera hagstæðari innkaup.

·         Að kynna fyrir öðrum hvað við erum að gera í umhverfismálum.

·         Skerpa á því að skilja bíla ekki eftir í lausagangi.

·         Að börnin upplifi náttúruna og læri að umgangast hana af virðingu.

·         Að börnin kynnist fuglavernd.19mai15 b19mai15 b