Fréttabref til foreldra Álfasteins

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Fréttabréf Álfasteins maí 2015 (English below).

Sælir kæru foreldrar.
Næstu daga og vikur verður margt skemmtilegt um að vera hjá okkur á Álfasteini.

Þann 13.maí er fyrirhuguð sveitaferð á vegum foreldrafélagsins og leikskólans. Stefnan er tekin á Hraðastaði í Mosfellsdal þar sem að dýrin á bænum verða skoðuð og vonandi sjáum við ný fædd lömb. Við tökum með okkur pylsur og grillum þær á staðnum. Við förum í rútu frá Bergi klukkan 09:00 og komum til baka um 12:30.

Nú vonum við að sumarið sé á næsta leiti og veðrið er aðeins farið að leika betur við okkur. Þá viljum við endilega minna ykkur á að fara yfir töskur barnanna og ganga úr skugga um að næg aukaföt séu til staðar þar sem að börnin fara að vera léttklæddari úti og þá óhreinkumst við oft meira með tilheyrandi sulli og drullumalli :)
Einnig er gott að börnin hafi með sér létta skó, létta húfu/buff og sólarvörn.

Þann 15. Mai ætlum við að fara með elsta hópinn (skólahóp) í húsdýragarðinn. Við höfum ákveðið að hafa sama hátt á og síðast en þá komu foreldrar börnunum á Bakka og við tökum strætó þaðan með þeim.
Börnin þurfa því að vera komin á Bakka fyrir klukkan 09:00 og þarf ekki að sækja þau þangað fyrr en þeirra dvalartíma líkur.
Við komum til með að taka með okkur nesti í garðinn, eyða deginum þar við það að skoða dýr og leika okkur í öllum skemmtilegu leiktækjunum sem þar eru.

Þann 20. Maí verður útskrift elstu barna á Bergi. Þá bjóðum við foreldrum að koma og vera við formlega útskriftarathöfn sem hefst klukkan 15:00. Nú verður sú breyting á að við viljum biðja foreldra að koma með léttar veitingar á hlaðborð, t.d. brauðmeti, ávexti, köku, kex, osta. Eitthvað eitt frá hverju barni. Skólinn kemur til með að bjóða upp á drykki.

Í vikunni 8.-12.júní stefnum við á að fara í útskrifarferð með skólahópinn og þá munum við fara með rútu að Langasandi á Akranesi.
Við tökum með okkur nesti og gerum okkur glaðan dag.
Við gefum okkur þessa viku til þess að velja okkur góðan dag til þess að fara en það mun velta á veðri og vindum. Þetta verður allt nánar auglýst síðar.

Þann 24.júní á leikskólinn Bakkaberg 5 ára sameiningarafmæli og í þeirri viku stefnum við á að halda okkar árlegu afmælis og sumarhátíð. Líkt og með útskriftarferðina þá veltur þetta allt á hinni íslensku veðráttu og verður þessi hátíð því nánar auglýst síðar.

Þann 7.júlí verður Brúðubíllinn hjá okkur kl. 14:00

Við minnum ykkur á að sumarlokun leikskólans verður frá og með miðvikudeginum 8.júlí til og með miðvikudeginum
5.ágúst. Leikskólinn opnar því fimmtudaginn 6.ágúst.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum kærlega fyrir samstarfið í vetur.

 

Newsletter from Álfasteinn Mai-July 2015

Greetings parents.

In Mai, June and July we have many fun events here at Álfasteinn, read them here below.

Now when the sun in coming and the weather is changing we like to ask parents to go over the bags and be sure the children have enough spear clothes, outerwear that fits and sunscreen.

13th mai
Farm visit that the parent group has organized to the farm Hraðarstaðir in Mosfellsdal. We will look at the animals and barbeque hotdogs.
Departure is from the kindergarten at 09.00 and we will get back at 12.30.

15th Mai.
Children born 2009, the school group is going to Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (family and animal park).
Parents are to bring their children to kindergarten Bakki (Bakkastaðir 77). The children will take the bus from there. The children have to be there before 9 o´clock.

20th Mai
Graduation for children born 2009 will be on the 20th of Mai. Parents are invited to attend the ceremony, which will starts at 15.00. Parents are asked to bring light refreshment for example bread, fruit, cake, crackers or chees. The school provides drinks.

Week 8-12th of Mai
We are going to choose a good day to go on a bus to Langisandur (beach) in Akranes.

24th June
On the 24th of June, there will be five years since the kindergartens Bakki and Berg merged. In that week we will have our annual birthday/summer party.

7th july
Puppetcar (Brúðubíllinn) will be here at 14.00
We want to remind you that the kindergarten in closed from 8th July to 6th August.

We wish you all a good summer and like to thank you for this winter.