Fjörujól

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá var komið að okkar árlegu jólaheimsókn í fjöruna okkar.Það voru fjörulallar á Bergi sem byrjuðu á því að fara öll saman og gera jólatré í sandfjörunni.

Það er ekki mikið af steinum í sandfjörunni þannig að við notuðum bóluþang og sand líka. Síðan skreyttum við með hagléli og settum friðarkerti efst. Selurinn Snorri fær alltaf að koma með í jólaheimsóknina og var að sjálfsögðu með jólasveinahúfuna sína.

Við notuðum tækifærið og sendum flöskuskeytin okkar á Bergi af stað þar sem við komumst ekki í fjöruna í síðustu viku.

Á Bakka vorum við ekkert smá heppin því að steina- jólatréð okkar frá því í fyrra stóð óskemmt. Við gátum því farið strax í það að kveikja á kertinu og byrja að dansa í kringum tréð. Það voru sungin nokkur jólalög og svo fengum við okkur piparkökur sem voru með í nesti á báðum stöðum.

Þá eru fjörulallar komnir í jólafrí og við óskum öllum gleðilegra jóla.