Senn koma jólin-Árbæjarsafn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, senn koma jólin, á Árbæjarsafni.  Við  vorum að fræðast um jólin í gamla daga.  Við skoðuðum Árbæ, gamla burstabæinn á Árbæjarsafni.  Við sáum hvernig börnin fóru í jólabað í fjósinu  og skoðuðum  hlóðaeldhús, þar sem hangikjöt og bjúgu hanga upp í rjáfrinu. Einnig var okkur sagt frá því hvernig jólasveinirnar voru að hrekkja fólk og stela matnum frá þeim um jólin.   Því næst fórum við upp í baðstofuna og fræddumst um hvað börn fengu í jólagjöf í gamla daga.  Að lokum skoðuðum við kirkjuna sem er við hliðina á Árbæ og sungum nokkur jólalög.  Takk kærlega fyrir okkur.