Fjörulallar- fuglar, selir og fleiri flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Bakkafjörulallar fóru í fjöruferðir og voru að fylgjast með fuglalífinu. Við sáum nokkrar tegundir eins og tjald, æðarfugla, stokkendur, máva, krumma og nokkra skógarþresti.Við vorum líka svo heppin að sjá sel sem var að synda mjög nálægt landi og var eins og hann væri að fylgja okkur eftir þegar við fórum úr fjörunni.

 

Elstu börnin voru líka mikið að skoða þarann og  æfðum við okkur aðeins í því hvað hann heitir. Við fundum bóluþang, beltisþara og kerlingarhár.

Á Bergi var verið að teikna myndir sem við ætlum að senda í flöskuskeyti í næstu viku og er mikil tilhlökkun fyrir því. Það urðu til mjög flottar myndir sem fá að fara í flöskur :)

Það kom hópur frá leikskólanum Hömrum í heimsókn til okkar á Bakka og var tilefnið að þau höfðu fundið flöskuskeyti frá okkur í fjörunni. Börnunum fannst það mjög skrýtið að það hafði fundist svona nálægt en ekki farið út á haf, en svona er þetta stundum :)