Sullað með hveiti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg


Í könnunarleik þessa vikuna fá krakkarnir að leika sér með hveiti. Þau eru á bleyjunum eða nærfötunum inni í Draumalandi þar sem er búið að opna tvo poka af hveiti. Kennarinn setur fyrst smá hveiti á gólfið og svo fylgjumst við með hvað börnin gera. Þegar þau eru búin að sulla með hveitið í nokkurn tíma þá fá þau smá hrísgrjón og haframjöl til að finna aðra áferð.

Nokkur börn byrjuðu í dag og svo fá hin börnin að fara í litlum hópum næstu daga.

Börnin sem fengu að prufa í dag, fannst þetta mjög spennandi. Flest fóru fljótt í það að leika með hveitið og henda því upp í loft, dreifa því um gólfið eða setja í hárið á sér og öðrum. En svo voru líka börn sem að vildu bara horfa aðeins á áður en að þau skelltu sér í leikinn. Hin börnin sem ekki fengu að leika með hveitið í dag, horfðu spennt á í gegnum gluggann.

Þar sem að þau eru aðeins á bleyjum eða nærfötum getum við ekki sett myndir með í fréttina. En til að gefa ykkur smá hugmynd þá er hér mynd af tásum í hveiti.