Fjörulallar-flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Þá var loksins komið að því að senda flöskuskeytin okkar af stað.Við settum myndir og bréf í flöskurnar og í bréfinu báðum við um að við yrðum látin vita hvar þau hefðu fundist ef það skildi gerast. Það eru ýmsar hugmyndir hjá börnunum um það hvað verði um flöskurnar frá okkur. Sumir vildu meina að þær færu alla leið til útlanda en aðrir giskuðu á Akureyri sem dæmi.

Fjörulallarnir á Bergi voru í fríi í þessari viku vegna starfsdags en við ætlum að undirbúa flöskuskeyti þaðan í næstu viku.