„Komdu að leika".

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, „komdu að leika" á Árbæjarsafni.  Sýningin er í húsi sem heitir Landakot, en það hús var byggt sem kaþólsk kirkja árið 1897, húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 2005.  Það var byrjað á því að fara stuttlega yfir sögu leikfanga, allt frá leggjum og skeljum í torfbæjunum og til plastleikfanga nútímans.  Því næst var í boði að leika sér í mjög skemmtilegu rými, þar sem ýmislegt er í boði.  Til að mynda glæsilegt leikhús með búningum, einnig brúðuleikhús og Lúllabúð.  Í henni fæst ýmislegt girnilegt, og gömlu góðu krónurnar enn í fullu gildi.  Takk kærlega fyrir okkur.