Fjörulallar-flöskuskeyti á Bakka og tilraunir á Bergi.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Í síðustu viku ákváðum við að senda einhvertímann flöskuskeyti.Þetta var gert fyrir nokkru síðan og mjög gaman þegar við fengum bréf frá krökkum sem höfðu fundið eitt frá okkur á Álftanesi.

Við tókum okkur til og teiknuðum myndir og sömdum bréf sem við ætlum að setja í flösku og fara með í næstu viku.

Það urðu til mörg listaverk og við þurfum að velja einhver úr til að senda með.

Börnin eru mjög spennt fyrir þessu og vonandi verður einhver sem finnur og sendir okkur fréttir af þvíJ

Á Bergi fórum við í fjöruferð og gerðum tilraun með flóð og fjöru. Við byrjuðum á því að raða steinum í flæðaborðið og fórum svo í rannsóknarferð um fjöruna. Við vorum að kíkja eftir rusli og reyna að finna skeljar. Sem betur fer var ekkert rusl en við fundum fullt af skeljum.

Það er mjög mikið að pínu litlum  bláskeljum eða kræklingahreiðrum í klettunum hjá Bergi og við tökum þær ekki því þær eru að vaxa. Eftir rannsóknarferð og nestisstund var athugað með steinanna og kom þá í ljós að það hafði flætt yfir þá, sem sagt flóð.