Fjörulallar elstu á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Það var bara einn hópur sem fór í fjöruna í síðustu viku.Bæði var það vegna þess að það var svo mikið annað um að vera og eins vegna veikinda.

Það voru elstu börnin á Bakka sem skelltu sér af stað og fengu þau alveg að velja hvert þau færu og hvað þau ætluðu að gera.

Þetta varð hálfgerð fuglaskoðunarferð því við sáum svo mikið af fuglum s.s. tjald, æðarblika, æðarkollur og krumma.

Börnin voru líka mikið að fylgjast með rusli og var þó nokkuð um það, við fundum t.d. stórann bút af einhversskonar pappa sem við roguðumst við að koma upp á göngustíg og settum stein svo hann myndi ekki fjúka.

Á leiðinni til baka vorum við að æfa okkur í að fara eftir fyrirmælum og gekk mjög vel, það var svo endað á að heimsækja róluvöll sem er alltaf jafn skemmtilegt.