Haustkrans

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þrír elstu árgangarnir á Bakkabergi hafa verið að vinna með fundin efnivið úr náttúrunni og haustlitina.  Við opnuðum litla verslun í listaskála, þar var hægt að fá laufblöð í mörgum fallegum hausttónum, allskyns ber, mosa og sand.  Því næst settum við lím og byrjuðum að raða á hringina, úr þessu urðu til fallegir haustkransar.