Sjálfsmynd

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2009, 2010 og 2011 árgangarnir á  á Bakkabergi  voru að gera glæsilegar sjálfsmyndir.  Við byrjuðum á því að skoða andlitið okkar í spegli.  Horfðum á formið á andlitinu, hárið , eyrun, munninn og tennurnar.  Við skoðuðum líka augun vel og litlu svörtu augasteinana inn í augunum okkar.

 

Þeir hleypa birtu inn í augun okkar,  stækka í myrkri og minnka í mikilli birtu.  Þegar við vorum búin að skoða okkur mjög vel þá teiknuðum við það sem fyrir augum bar og máluðum síðan.