Fjörulallar-vinavika

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

 

Það var nokkurskonar vinavika hjá okkur fjörulöllum í vikunni, en við vorum að klára söfnun á steinum og bláskeljum. Það voru börnin á Bergi sem tíndu steina fyrir báðar starfsstöðvar og Bakkabörnin tíndu bláskeljar.Börnin á Bergi mótuðu hendurnar í sandinn og við tókum myndir sem áttu að tákna vinakveðju til Bakka.

Elstu börnin á Bakka gerðu líka tilraun með flóð og fjöru. Við röðuðum steinum í fjöruborðið þegar við komum og ætluðum að athuga hvort myndi flæða eða fjara á meðan við stoppuðum. Það var sko alveg klárlega að fjara og börnin alveg með það á hreinu þegar við fórum að skoða.