Vinir

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við erum búin að vera lesa bókina Snuðra og Tuðra verða vinir, við höfum mikið verið að skoða hvernig vinir eru og hvað vinir gera og hvernig vinir verða til. Í framhaldi af þessum miklu umræðum okkar um vini, þá ákváðum við að teikna vinamyndir, það var þannig að við vorum tvö og tvö saman, með eitt stórt blað, þar sem við teiknuðum mynd af hvort öðru. Hægt er að sjá afraksturinn upp á vegg inni á Álfasteini.

Stafarugl

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Nú höfum við verið að leggja áherslu á stafina A og G. Búið var til starfarugl þar sem við áttum að lita stafinn „A" rauðan og stafinn „G" grænan. Þetta þótti okkur skemmtilegt og vorum alveg niðursokkin í þetta verkefni og leystu allir þetta með glæsibrag.

Gönguferð

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við erum búin að vera dugleg að skreppa í gönguferðir. Á mánudaginn fór hluti af okkur upp í Kátakot og lékum við okkur góða stund á leikvellinum þar. Það er alltaf gaman að fara og skipta aðeins um umhverfi, svo skemmir ekki fyrir hvað það hefur verið gott veður úti.