Skreytum með könglum

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Í seinustu viku fórum við á Álfasteini í göngutúr niður í hverfi að týna nokkra köngla. Það er alltaf gaman að fara í göngutúr saman og enn skemmtilegra þegar við höfum ákveðið verkefni. 
Við fórum svo heim með könglana og þegar þeir voru þornaðir máluðum við þá í allskonar litum. Við dunduðum okkur við þetta í nokkra daga. 

Að telja

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við vorum með henni Önnu okkar um daginn að æfa okkur að telja, Anna setti saman nokkra skemmtilega leiki sem flestir snérust um að telja. Gleðin skein úr hverju andliti. Síðan fórum við að æfa okkur að skrifa, þetta er allt saman alveg að koma, allir að verða færir í að skrifa nafnið sitt, enda skapar æfingin meistarann.

Spil

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Á meðan hin börnin fóru í íþróttahúsið að leika vorum við eftir heima. Við skoðuðum spilastokk og lærðum að spila tunnu en einnig höfum við spilað svartapétur. En spilin eru einnig mjög góð til að skoða númer og tölur, við vorum því mikið að telja. Þetta var góð og skemmtileg æfing fyrir okkur í öllu.