Málað með sápukúlum

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Krakkarnir á Álfasteini fengu að mála myndir með sápukúlum. Það var ótrúlega spennandi. Kennarinn blandaði uppþvottalegi, vatni og matarliti saman og svo blésu krakkarni sápukúlum á blað. Þetta var vandasamt verk og stundum náðu kúlurnar ekki á blaðið en þá máluðu þau bara með sápukúlupinnanum á blaðið til að fá meiri lit. 
Þetta var rosalega skemmtilegt og kom vel út.

Stafirnir okkar

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við á Álfasteini vorum að föndra ótrúlega flotta stafi. Fyrst teiknuðum við þá, svo klipptum við þá út og síðan skreyttum við þá allskonar með fjöðrum og litum. Nú hanga þeir inn á deild og við erum ótrúlega ánægð með þá. :)

Teiknað eftir legókubbum

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Nokkrir á Álfasteini voru í skemmtilegu verkefni um daginn. Þau byggðu eitthvað fínt með legókubbum og teiknuðu svo eftir því á blað. Það voru ýmsar aðferðir notaðar við þetta verkefni. Allir voru einbeitnir og áhuginn leyndi sér ekki. Útkoman var heldur betur flott.