Íþróttasalurinn í Klébergsskóla

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Á mánudögum fara allir á Álfasteini yfir í íþróttasalinn í Klébergsskóla. Börnin eru voða spennt að fara þangað enda fá þau heldur betur útrás fyrir hreyfiþörfinni, þar geta þau hlaupið, klifrað og farið í alls konar hreyfileiki.

 

 

Fúsi Flakkari

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Nú erum við byrjuð aftur með Fúsa Flakkara. Hann er búinn að vera í 2ja ára pásu en er farinn á stjá aftur.

Fúsi er lítill sætur bangsi sem býr í kistu hérna á Álfasteini. Á föstudögum drögum við eitt nafn á barni sem fær að fara með Fúsa heim um helgina og leika með honum.

Að byrgja brunninn

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við lásum bókina "Númi stendur í ströngu." Það gekk á ýmsu hjá Núma, hann þurfti að líta eftir börnum sem gerðu allt sem ekki má. Þau brenndu sig á heitu vatni, duttu á rassinn og voru næstum búin að kveikja í húsinu.

Mjög spennandi og skemmtileg saga.