Allir eiga að vera vinir

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Í dag var mikið rætt um vini og hvað sé að vera vinur. Bækurnar "Lífspeki Bangsímon - Vinátta" og "Að lána dótið" sitt úr bókaflokknum "Ég get bækurnar" voru lesnar. Þær fjalla um hvað sé að vera vinur og hvað það sé gott að lána dótið sitt og skiptast á.

Dans og gaman

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við á Álfasteini gerum okkur stundum glaðan dag með því að fara fram í salinn okkar og dansa saman við skemmtilega tónlist. Þetta léttir lund og vekur því alltaf mikla gleði og kátínu, jafnt hjá stórum sem smáum.

1. bekkur kom í heimsókn

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Þau í 1. bekk voru búin að vera svo dugleg og góð að þau fengu að draga umbun úr umbunarkassanum. Við vorum svo heppin að umbunin var að koma til okkar í heimsókn. Við biðum spennt eftir þeim í morgun og loksins komu þau. Það voru þvílíkir endurfundir; mikið knúsað, hlegið og brosað. Síðan léku þau sér saman bæði inni og úti.