Skólarapp

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við á Álfasteini erum alltaf að læra ný lög. Hér má sjá Skólarapp sem við vorum að læra.

Hver er undir teppinu?

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Krakkarnir voru í frjálsum leik eftir hvíld. Ein stelpa stakk upp á því að þau færu í leikinn "Hver er undir teppinu". Hún fékk svo fleiri krakka í lið með sér og skemmtu þau sér vel í þessum leik og léku sér vel saman.

Íþróttatími úti

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Um daginn kom þetta yndislega veður og auðvitað nýttum við okkur það til hins ýtrasta. Við lögðum land undir fót og vorum með íþróttatímann í útistofunni okkar. Þetta var virkilega skemmtilegt og eins og sjá má á myndinni skartaði náttúran sínu fegursta.