Íþróttahúsið

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Hluti af okkur á Álfasteini skruppum í íþróttahúsið seinasta föstudag, þar fengum við æði mikla útrás í allskonar leikjum og þrautum. Við vorum mikið þreytt þegar við komum til baka í leikskólann, en þetta var sko skemmtilegt.

 

 

 

Leikir og hreyfing

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

2010 börnin á Álfasteini voru ein heima seinasta föstudag. Við ætluðum að fara í gönguferð en það voru nokkur atriði sem komu í veg fyrir það, þannig að við fórum bara í leiki með Guðrúnu á deildinni í staðinn. Við lærðum í grænni lautu, dönsuðum stop dans og margt fleira.

Leikur að læra

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við erum núna að fara á fullu að vinna í að æfa okkur í skólafærni, við erum að lesa bókina Snuðra og Tuðra verða vinir, sem fjallar um tvær systur sem eru alltaf að rífast og slást, síðan gerist smá slys og þá átta þær sig á því hvað það er mikið betra að vera vinir og leika sér saman í sátt og samlyndi.