Leikskólinn Bakkaberg

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Leikskólinn Bakkaberg hefur tvær starfsstöðvar, annarsvegar er það Bakki að Bakkastöðum 77 í Grafarvogi og hinsvegar Berg við Kléberg á Kjalarnesi.

Báðar stöðvarnar eru litlar og heimilislegar og staðsettar í miðjum náttúruparadísum þar sem meðal annars er stutt í fjöruna, mikil fjallasýn og fjölskrúðugt fuglalíf. Í samræmi við það er lögð áhersla á umhverfismennt og útinám, ásamt auðugu málumhverfi. Út frá staðsetningu og upplifun á umhverfinu leggjum við áherslu á að endurspegla kyrrðina og notalegheitin sem eru allt í kring. Við viljum hafa rólegt og heimilislegt andrúmsloft, þannig að öllum finnist notalegt að koma til okkar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma.

Á Bakkabergi er stór hópur af ungum vísindamönnum á aldrinum eins til sex ára. Helstu einkenni hópsins eru lífsgleði, forvitni og áhugi. Við erum einnig með glæsilegan starfsmannahóp sem heldur vel utan um allan leikskólann. Við erum mjög stolt af starfinu okkar, öllum leikskólanum og því umhverfi sem við erum í. Leiðarljósin okkar eru; leikur - samvinna - virðing, þau eiga að einkenna allt okkar starf.

Á Bakka eru þrjár deildir sem heita Þerneyjarstofa, Viðeyjarstofa og Lundeyjarstofa. Á Bergi eru tvær deildir sem heita Dvergasteinn og Álfasteinn.

Leikskólinn Bakkaberg:

  • Bakki
   • Bakkastöðum 77, 112 Reykjavík
   • Sími: 557 9270
   • Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Berg
   • Við Kléberg, 116 Reykjavík
   • Sími: 566 6039
   • Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.s

 

  • María Vilborg Hauksdóttir
  • gsm:6188931
  • Netfang:maria.vilborg.hauksdottir@This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.s

 

 

Sumarhátið og Grænfáni

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Í dag brosti sólin sínu skærast, enda sumarhátíð á Bergi og Grænfánaafhending.

Við skreyttum garðinn okkar og settum út margskonar skemmtilegt dót. Bílastæðið var lokað fyrir bílum og við máttum vera á hjólunum okkar þar, þad var ekkert smá skemmtilegt, spenningurinn leyndi sér ekki því stax og börnin komu í skólan var farið að spyrja hvenær þau mættu fara út ad hjóla.

Við fengum styrk frá Menntaráði

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Í gær var formleg úthlutun á þróunarstyrkjum Menntaráðs. Við sóttum um í þann sjóð og vorum svo heppin að fá styrk.

Þróunarverkefnið okkar ber nafnið Grænir skólar á Kjalarnesi og eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta samstarfsverkefni á milli skólanna. Hugmyndin er að efla samstarfið í gegnum umhverfismennt, útinám, listir og skapandi starfi.