Kæru foreldrar

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir

Nú er búið að sameina leikskólana Bakka og Berg og bera þeir sameiningarheitið Bakkaberg (þó hvor starfsstöð haldi sínu nafni).

Þó nokkrar breytingar hafa orðið í starfsmannahópnum, bæði stöður breyst og nokkrir yfirgefið okkur.

Haustverkin

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Við erum svo heppin að hafa fullt af berjum í matjurtagarðinum okkar. Við týndum því ber og Guðrún bjó til rifsberjasultu fyrir okkur. Síðan fengum við líka nokkur ber út á skyrið okkar, það var sko gott.

 

 

Margt að gera

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við erum búin að gera margt og bralla mikið síðan að leikskólinn opnaði eftir sumarfrí.

Nú eru flestir búnir í aðlögun og farnir að líka vel við. Stóru krakkarnir eru mjög dugleg við að passa þau yngri og leika við þau. Eru upprennandi leikskólakennarar!

Frá Viðey

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

29agust11s29agust11sJæja þá eru allir komnir til baka úr sumarfríi á Viðey.

Vonum að allir hafi haft það gott og séu tilbúnir að takast á við vetrarstarfið sem fer að fara í gang nú í september.

Það er búið að vera yndislegt að vera í fríi en alltaf gott að komast í skipulagið aftur.