Styrkur og gjöf

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Síðustu tvær vikur höfum við verið að læra ný orð eins og borðtölva, ferðatölva, pc – tölva, epla –tölva, minniskubbur, minniskort, prentari, og scanni. Í vetur ætlum við að leggja áherslu að skoða Ipad. Við vorum svo heppin að fá styrk frá Sprotasjóði varðandi tæknikennsluna og keyptum við okkur Ipada og fengu einn gefins hjá Eplabúðinni og þökkum við kærlega fyrir þann stuðning.

 

Aðlögun lokið

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Nú er allri aðlögun lokið á Lundey, starfsfólk komið aftur til vinnu eftir sumarfrí og lífið því að komast í fastar skorður hjá okkur. Aðlögunin gekk vel og var gaman að fá að kynnast bæði börnum og foreldrum á þennan hátt. Þetta árið komu 9 ný börn á Lundey.

 

 

Smiðurinn

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Það er búinn að vera smiður hjá okkur í nokkra daga að laga hitt og þetta út í garðinum okkar. Í dag var hann að laga pallinn og þá datt okkur í hug að kíkja í fjöruna svo við værum ekki fyrir honum. Við á Álfasteini týndum fullt af skeljum sem við ætlum að nota seinna og lékum okkur við öldurnar á meðan. Dvergasteinn lék sér hins vegar í rólegum leik inni.

Frá Þerney

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

02sept11s02sept11sEftir gott sumarfrí og vel heppnaða aðlögun fer allt að fella í réttar skorður. Vetrarstarfið fer að byrja með nýjum hópum og verður haldið á vit skemmtilegra ævintýra í leik og starfi.

Hér má smá myndir af krökkunum í leik og rólegri stund.