Krummagrímur

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Börnin á Þerney og Viðey gerðu sér krummagrímur sem þau ætla að nota á Degi náttúrunnar.

 

 

 

Fótbolti

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Boltarnir eru alltaf jafn vinsælir. Í þetta skiptið var það fótbolti sem var í gangi og skemmtu börnin sér vel við að sparka á milli.

 

 

 

Bókabíllinn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Bókabíllinn kom loksins aftur í dag eftir sumarfrí. Mikið var það gaman, við vorum orðin svo spennt.

Enda alltaf gaman að koma inn í stóra rútu fulla af allskonar bókum.

Við fengum að velja eina bók hvert og bíðum svo spennt eftir að fá bókabílinn aftur eftir mánuð.

Vatnið

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Síðasta mánudag byrjuðum við að fjalla um vatnið. Við ræddum um hvað vatn væri okkur mikilvægt. Hvaðan kemur vatnið (H2O)? Hversu mikilvægt er að drekka vatn? Hvað er mikið vatn í okkur?

Við sáum líka skemmtilega myndband um vatnið og sáum þar gamla nemendur hér á Bakka sem var mjög gaman.