Ipad kennsla - formin

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Börnin voru mjög spennt fyrir nýju Ipadana okkar. Við tengdum Ipadinn við töfravegginn (skjávarpi) og skoðuðum formin (stjarna, hjarta, hringur, hálfhringur, þríhyrningur og ferhyrningur). Við munum vinna með formin næstu vikurnar. Forritið sem við notuðum heitir Kids Builder og KIDpedia og Colors&Shapes sem má nálgast í App Store. Einnig vorum við með skemmtilegt púsl um dýrin og lærðum heitin þeirra á ensku. Elstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm og vildu alls ekki hætta þegar tíminn var búinn.

 

Veðurfræðingur

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Á hverjum morgni tökum við á Viðey veðrið og er mjög spennandi að fá að vera veðurfræðingur. Við notum töfluna til þess að segja hvernig veðrið er og hvernig á að klæða sig. Við bíðum með mikilli eftirvæntingu eftir því að hitamælirinn verði settur upp svo við getum verið aðeins nákvæmari í sambandi við hitastigið á daginn.

Núna í september hefur veðrið leikið við okkur og við reynt að nýta okkur það til útiveru.

 

Þá eru fjörulallarnir farnir af stað aftur

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Við byrjuðum á því að rifja upp það sem við höfðum lært síðasta vetur og það var ótrúlega mikið sem börnin mundu.

Fórum yfir veður og klæðnað og hvað við ætlum að gera í ferðinni.

Við byrjuðum á því að fara í eftirlitsferð og athuga með rusl, eins vildu börnin gá hvort ekki væru komnir selir aftur.

Kartöfluuppskera

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Í byrjun september tókum við upp kartöflurnar sem við sáðum í vor. Uppskeran hefur oft verið betri en engu að síður var mikill áhugi hjá krökkunum. Allir vildu hjálpa og spennandi var að sjá hvað kom undan hverju grasi. Kartöflurnar brögðuðust sérstaklega vel þegar vitað var hvaðan þær komu.