Allt að byrja

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Allt er að falla í réttar skorður á deildinni, vetrarstarfið er að byrja með Jarðálfum, Fjörulöllum, fuglavernd, Ótrúleg eru ævintýrin og elstu barna verkefnum.

Í vetur munum við einnig huga að veðrinu og munu börnin því skiptast á að fara í hlutverk veðurfræðings. Sem veðurfræðingar munu þau athuga með veðrið og finna út hvernig best er að klæða sig með það í huga.

 

Opið hús í Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir

Í dag 17.september, var Opið hús í Menntavísindasviði Háskóla Íslands í tilefni á aldarafmæli Háskólans. Við á Bakkabergi kynntum útinámið Fjörulallar og tæknikennslu leikskólabarna. Við vorum með bás sem var skreyttur með ljósmyndum barnanna (ljósmyndir - Bakki, ljósmyndir - Berg), stuttmyndin okkar Selurinn Snorri var sýnd, glærukynning af Fjörulöllum og Ipad var til sýnis. Einnig vorum við með margskonar annan efnivið, frá skýrslum yfir í skeljar.

Gengið í Fuglavernd

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Við höfum verið með útinám í leikskólanum Bakkaberg, þar sem meðal annars hefur mikið verið fjallað um og spáð í fuglana. Við ákváðum að banka upp á hjá Fuglavernd og kanna hvort við gætum ekki orðið félagar þar, það er leikskólabörnin. Viti menn, það var tekið vel í þá hugmynd og þar sem Dagur náttúrunnar var að koma var slegið til og stefnt að því að ganga formlega í félagið þann dag.

Að byrgja brunninn

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Við lásum bókina "Númi stendur í ströngu." Það gekk á ýmsu hjá Núma, hann þurfti að líta eftir börnum sem gerðu allt sem ekki má. Þau brenndu sig á heitu vatni, duttu á rassinn og voru næstum búin að kveikja í húsinu.

Mjög spennandi og skemmtileg saga.