Ökklahringir

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Það er misjafnt hvað ungar stúlkur velja sér til skrauts. Hér eru það ökklahringir sem eru í uppáhaldi. Þetta verður ekki mikið flottara.

 

 

 

Fjörulallar-skeljar

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Í þessari viku vorum við að rifja upp heiti og útlit skelja.

Eldri börnin rifjuðu upp og fóru yfir hvað við þekkjum margar tegundir, en þau yngstu voru að skoða og læra heitin.

Það voru sjö tegundir ef við teljum kuðunga og doppur með.

Það er bláskel, hjartaskel, kúfskel, sandskel, kuðungur, þangdoppa og klettadoppa.

Stuð á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Prinsessur, prinsar, superman, fótboltakappi og fleiri hittust á Bakka og gerðu sér glaðan dag með söng og dansi. Það er alltaf stuð á Bakka.

 

 

 

Sendingar

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Elsti árgangur Bakkabergs er í UTML tímum þar sem þau eru að læra á tölvutæknina. Við bjóðum foreldrum þeirra að senda þeim tölvupóst og þá alltaf til alls hópsins. Nú á dögunum höfum við verið að fá myndir af börnunum þar sem þau er mjög lítil. Þetta vekur mikla lukku og finnst þeim skondið að sjá hvað þau voru lítil. Einnig skapaðist umræða á milli þeirra hvernig þau hefðu verið og hvernig þau töluðu og fleira, þegar þau voru lítil.