Jarðálfarnir á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir af umhverfismennt

Jarðálfarnir á Bergi settust niður og veltu fyrir sér öllu því rusli sem safnast alltaf saman á leikskólanum. Þeir æfðu sig í að flokka og finna út hvaða flokki hvert rusl tilheyrir. Eins og myndirnar bera með sér var ansi mikið rusl út um allt en við vorum enga stund að tína þetta allt saman og koma í réttar tunnur. Nú ætlum við að vera dugleg að hjálpast að við að flokka ruslið og kenna hinum krökkunum og starfsfólkinu á þetta.

Formin og stafirnir

Ritað . Efnisflokkur: UTML - dagbók

Í síðustu viku héldum við áfram að vinna með formin og bættum við samsíðungur, fimmhyrningur, sexhyrningur og átthyrningur. Við héldum áfram að nota Kids Builder til að læra formin og lærðum í leiðinni að telja upp á 5 í ensku. Forritið Colors&Shapes notum við líka til að læra að telja og þekkja formin.

Skoðuðum stafina í Pain Letters og hvert barn fann sinn staf og litaði hann og tók mynd af honum.

Starfsdagar

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir

Þriðjudaginn 27.sept og miðvikudaginn 28.sept eru starfsdagar á Bakkabergi. Við kennararnir ætlum að undirbúa þau verkefni sem framundan eru í vetur á þessum dögum. Áherslan er náttúrulega á umhverfismenntina og síðan erum við að fara af stað með verkefnið Ótrúleg eru ævintýrin. Margt spennandi verður í gangi í vetur.