Íþróttasalurinn í Klébergsskóla

Ritað . Efnisflokkur: Álfasteinn

Á mánudögum fara allir á Álfasteini yfir í íþróttasalinn í Klébergsskóla. Börnin eru voða spennt að fara þangað enda fá þau heldur betur útrás fyrir hreyfiþörfinni, þar geta þau hlaupið, klifrað og farið í alls konar hreyfileiki.

 

 

Sjálfsmyndir

Ritað . Efnisflokkur: Elstu barna verkefni - dagbók

Við vorum að búa til glæsilegar sjálfsmyndir í elstu barna verkefnum. Við byrjuðum á því að skoða andlitið okkar gaumgæfilega með litlum handspeglum. Hvernig formið er á andlitinu, munninn, nefið, hárið, eyrun, augabrýrnar og augnhárin. Því næst skoðuðum við augasteininn mjög vel, en það er hann sem stækkar og minnkar eftir því hvað er mikil birta. Eftir þessa rannsóknarvinnu teiknuðum við útlínur með svörtum tússlit og máluðum svo að lokum með vatnslitum.

Starfsdagarnir

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir

Dagana 27. og 28.september voru starfsdagar hjá okkur. Allur starfsmannahópurinn var saman á Bakka annan daginn og Bergi hinn. Við unnum að margskonar verkefnum til að undirbúa okkur undir komandi vetrarstarf. Margt var starfað; sumir voru í saumaskap, aðrir að saga út, hluti var að setja niður hugmyndir og nokkrir að vinna í tölvuvinnu.

Dagarnir enduðu síðan á foreldrafundi á hvorum stað fyrir sig, þar sem vetrarstarfið var kynnt.

Skólamjólkurdagurinn

Ritað . Efnisflokkur: Fréttir

Í tilefni Skólamjólkurdagsins fengu allir nemendur litla fernu af léttmjólk í nónhressingunni. Það var ótrúlega spennandi að fá svona fallegar fernur til að drekka úr. Þar sem Bakkaberg er Grænfánaskóli þá erum við með 10 lítra umbúðir og mjólkurvél, en tökum samt þátt í mjólkurdeginum með Mjólkursamsölunni og þökkum fyrir okkur.