Úlfarsfell (elsta deildin á Bakka) 19.júní.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

19.júní fórum við að Reynisvatni í Grafarholti. Við byrjuðum á því að fara inn í skóginn, þar er gaman að leika og góð aðstaða til að grilla. Við grilluðum okkur pylsur, svo gengum við í kringum vatnið og lékum okkur í skemmtilegum leiktækjum við Sæmundarskóla.

Endurskinsvesti að gjöf

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Slysavarnarfélagið Landsbjörg í samvinnu við ýmsa aðila færði leikskólanum endurskinsvesti að gjöf til að nota í vettvangsferðir. Þessi gjöf er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim"
Við þökkum kærlega fyrir okkur, þetta var alveg kærkomin gjöf og mun nýtast okkur á ferðum okkur með barnahópinn.

Hjóladagur á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Fimmtudaginn 19. júní komu krakkarnir með hjól, hlaupahjól og línuskauta. Við lokuðum bílastæðinu og krakkarnir fengu að hjóla upp og niður brekkuna. Það var rosalega skemmtilegt og gaman að breyta svona til. Krakkarnir voru mjög dugleg að hjóla upp brekkuna sem er misbrött fyrir þau og láta sig svo renna niður.

Úlfarsfell (elsta deildin á Bakka) 10. og 12. júní.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

10.júní fórum við í Gufunesbæ í Grafarvogi. Það er gaman að leika þar, mjög skemmtilegt útivistarsvæði og fallegur skógur. Þar er líka góð aðstaða fyrir hópa að grilla, við grilluðum okkur pylsur í hádegismat.

12.júní fórum við að rölta um miðbæinn. Við byrjuðum á því að skoða hæstu kirkju Íslands, Hallgrímskirkju. Orgelleikarinn fór að spjalla við okkur, eitt barnið í hópnum átti afmæli þennan dag, hann spilaði afmælissönginn á orgelið og við sungum. Því næst fórum á Listasafn Einars Jónssonar, þar er gaman að leika í garðinum og mikið af fallegum styttum að skoða. Það var líka gaman að fylgjast með krumma, ungarnir voru orðnir ansi stórir í laupnum sem hann er búin að búa sér til utan á safninu.