Rjómablíða á Bakka eftir sumarfrí

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Við höfum verið aldeilis heppin með veður eftir að skólinn opnaði aftur.  Við höfum nýtt rjómablíðuna til hins ýtrasta og verið mikið úti.  Í dag fóru öll börnin í fjöruna sem iðaði af lífi í hitanum.

Gönguferðir

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Í gær var gönguferðadagurinn mikli á Bergi. Við fórum í gönguferð upp í Kátakot, þar sem gamli leikskólinn var einmitt, fyrir hádegi og lékum okkur þar á leikvellinum. Það er svo gaman að breyta til. Við skemmtum okkur svo vel að við gleymdum okkur aðeins og vorum næstum því sein í mat. :) 

Eftir hádegi fórum við svo í gönguferð upp í Klébergsskóla og lékum okkur í leiktækjunum þar. Það var sko fjör!

Brúðubíllinn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Föstudaginn 4. júlí brugðum við á Bakka undir okkur betri fætinum og tókum strætisvagn í Hamravík þar sem Brúðubíllinn í öllu sínu veldi tók á móti okkur. Eftir Brúðubílinn tóku flestir strætó til baka en Viðeyjarstofa rölti hægum skrefum heim í góða veðrinu. Það voru allir mjög duglegir að labba og komu þreyttir og sælir í Leikskólann.

Miðvikudaginn 9. júlí mætti Brúðubíllinn upp á Berg. Krakkarnir vissu að hann væri að koma og bíðu spennt. Svo sátu þau dolfallinn yfir leikritinu.

Sumarhátíð Bakkabergs

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Við frestuðum sumarhátíðinni einu sinni útaf roki og gátum ekki frestað henni aftur þrátt fyrir bleytu. Mánudaginn 30. júni var því sumarhátið á Bergi. Það var soldið blautt þannig að við fórum að kalla þetta vatnshátíð, það er nú ekki verra. Við lékum okkur úti fyrir hádegi og skreyttum í garðinn. Fengum svo að skreyta okkur í framan með andlitsmálningu inni.

Foreldrafélagið tók svo við kl 16 og var með allskonar sulludót úti og eitthvað til að narta í.

Þriðjudaginn 8. júlí viðraði loksins nægjanlega vel fyrir sumarhátíð á Bakka. Fyrir hádegi voru allir úti og ýmislegt skemmtilegt var brallað. Hoppukastali, tónlist, listsköpun, andlitsmálning, skreytingar og margt annað skemmtilegt var í boði.