Dagur íslenskrar náttúru

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það var leikur og gaman í fjöruferðunum okkar í vikunni.Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þá vorum við líka með spjall um það hvað við værum að gera til að passa náttúruna okkar. Það kom í ljós að við erum að gera ýmislegt og eru börnin mjög meðvituð um það til dæmis hvað á heima í náttúrunni og hvað ekki.

Æfingin skapar meistarann.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það er gaman að vera komin aftur til starfa í Listaskála.  2009 og 2010 árgangarnir á Bakkabergi byrjuðu á því að búa til æfingabækur.

Fjörulallar farnir af stað!

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá erum við fjörulallarnir komnir á kreik aftur  á báðum starfsstöðvum.

Það voru allir hópar mjög glaðir að fara af stað aftur og við ákváðum að byrja á því að fara í eftirlitsferð í fjörurnar okkar.

Við vildum athuga hvort fjörurnar okkar væru hreinar og snyrtilegar eftir sumarið.

Það var nú svolítið af rusli sem við tíndum og svo var líka margt að skoða.

 

Flæði byrjað inni á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Nú á mánudaginn síðasta byrjuðum við með flæðið inni á Bakka.  Við erum með stöðvar víðs vegar um leikskólann  og geta börnin valið á milli þessara stöðva að vild.  Á hverri stöð er að minnsta kosti einn kennari og nokkrir á lausu sem leiðbeina börnum á milli stöðva.