Samstarf

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Í vetur hafa elsti árgangur leikskólans Bakka og 1. bekkur Kelduskóla-Korpu verið í mjög skemmtilegu samstarfsverkefni. Við ákváðum að verkefnið myndi tengjast okkar fallega umhverfi, fjörunni, selunum og fuglunum sem eiga heima þar.

Þerney á baklóðinni

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Þennan dag stefndu Þerneyjarbörnin bak við hús (á neðri lóð leikskólans). Þau voru spennt og voru snögg að klæða sig og dugleg að fara í röð við hliðið. Í upphafi léku börnin sér í frjálsum leik þar sem þau könnuðu lóðina og voru í góðum leik. Þau príluðu í klettum og trjám, bjuggu til ímyndaðan eld, voru í hundaleik og mömmó, léku með tjábolinna og voru að skilmast með tjágreinum ásamt ýmsu fleiru.

Gaman í útiveru

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Okkur á Lundey þykir alveg óskaplega gaman í útiveru núna þegar veður er orðið betra.

Það er allt auðveldara þegar við þurfum ekki lengur að vera dúðuð í kuldagalla.

Barnamenningarhátíð 19. apríl

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Leikskólinn Berg tekur þátt í Barnamenningarhátíð í ár, í verkefninu „Velkomin í leikskólann minn“.

Verkefnið okkar er samvinnuverkefni Álfasteins og Dvergasteins. Ákveðið var að gera mynd af blómi margbreytileikans. Hugsunin á bakvið verkefnið okkar í leikskólanum Berg, er að heimurinn er fallegur og eiga allir litir að njóta sín.