Sjálfsmynd

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

2009, 2010 og 2011 árgangarnir á  á Bakkabergi  voru að gera glæsilegar sjálfsmyndir.  Við byrjuðum á því að skoða andlitið okkar í spegli.  Horfðum á formið á andlitinu, hárið , eyrun, munninn og tennurnar.  Við skoðuðum líka augun vel og litlu svörtu augasteinana inn í augunum okkar. 

Fjörulallar-vinavika

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það var nokkurskonar vinavika hjá okkur fjörulöllum í vikunni, en við vorum að klára söfnun á steinum og bláskeljum. Það voru börnin á Bergi sem tíndu steina fyrir báðar starfsstöðvar og Bakkabörnin tíndu bláskeljar.

Börnin á Bergi mótuðu hendurnar í sandinn og við tókum myndir sem áttu að tákna vinakveðju til Bakka.

Leikur að læra - Bakki

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Leikskólinn hefur verið með þróunarverkefni í gangi síðan 2013 sem heitir Leikur að læra. Verkefnið miðar að læsi í víðum skilningi. Tveir elstu árgangar leikskólans hafa verið þátttakendur í verkefninu en núna í haust hafa einungis elstu börnin tekið þátt. Fljótlega eftir áramótin siglir árgangur 2010 með í  gleðina.