Fjörulallar-flöskuskeyti á Bakka og tilraunir á Bergi.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Í síðustu viku ákváðum við að senda einhvertímann flöskuskeyti.

Þetta var gert fyrir nokkru síðan og mjög gaman þegar við fengum bréf frá krökkum sem höfðu fundið eitt frá okkur á Álftanesi.

Við tókum okkur til og teiknuðum myndir og sömdum bréf sem við ætlum að setja í flösku og fara með í næstu viku.

Það urðu til mörg listaverk og við þurfum að velja einhver úr til að senda með.

Haustkrans

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þrír elstu árgangarnir á Bakkabergi hafa verið að vinna með fundin efnivið úr náttúrunni og haustlitina. 

Vinahendur

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Börnin á Bakkabergi voru að búa til glæsileg vinalistaverk.  Við erum alltaf að æfa okkur að vera vinir. Það voru hendurnar okkar sem formuðu verkið.  Við spáðum líka í litafræðina, gulur, rauður og blár eru frumlitirnir, úr þeim má búa til alla heimsins liti.

Fjörulallar elstu á Bakka

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Það var bara einn hópur sem fór í fjöruna í síðustu viku.

Bæði var það vegna þess að það var svo mikið annað um að vera og eins vegna veikinda.

Það voru elstu börnin á Bakka sem skelltu sér af stað og fengu þau alveg að velja hvert þau færu og hvað þau ætluðu að gera.