Foreldrakaffi á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Foreldrakaffi á Bergi
(English below)

Mánudaginn 1. desember frá kl 15 ætlum við að bjóða foreldrum í heitt kakó og nýbakaðar piparkökur.
Leikskólakórinn mun syngja nokkur lög um kl 15:30.
Ömmur og afar hjartanlega velkomin.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Starfsfólk og nemendur á Bergi.


Cocoa and cookies with parents in Berg

On Monday, December 1. we invite parents to join us to hot cocoa and cookies.
The Preschool choir in Berg will sing a few songs at 15:30 pm.
Grandparents are welcome.
Looking forward to see you all.

Staff and children in Berg.

Sullað með hveiti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg


Í könnunarleik þessa vikuna fá krakkarnir að leika sér með hveiti. Þau eru á bleyjunum eða nærfötunum inni í Draumalandi þar sem er búið að opna tvo poka af hveiti. Kennarinn setur fyrst smá hveiti á gólfið og svo fylgjumst við með hvað börnin gera. Þegar þau eru búin að sulla með hveitið í nokkurn tíma þá fá þau smá hrísgrjón og haframjöl til að finna aðra áferð.

Fjörulallar-flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Þá var loksins komið að því að senda flöskuskeytin okkar af stað.

Við settum myndir og bréf í flöskurnar og í bréfinu báðum við um að við yrðum látin vita hvar þau hefðu fundist ef það skildi gerast.

„Komdu að leika".

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, „komdu að leika" á Árbæjarsafni.  Sýningin er í húsi sem heitir Landakot, en það hús var byggt sem kaþólsk kirkja árið 1897, húsið var flutt á Árbæjarsafn árið 2005.