Jólakúlur,Jólaball.

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Börnin á Bakkabergi voru að búa til glæsilegar jólakúlur.  Við byrjuðum á því að búa til kúlur úr dagblöðum, svo settum við gifs utan um.  Þegar kúlurnar þornuðu voru þær málaðar og skreyttar með glimmeri.

Senn koma jólin-Árbæjarsafn

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Elsti árgangurinn á Bakkabergi fór á sýninguna, senn koma jólin, á Árbæjarsafni.  Við  vorum að fræðast um jólin í gamla daga.  Við skoðuðum Árbæ, gamla burstabæinn á Árbæjarsafni.  Við sáum hvernig börnin fóru í jólabað í fjósinu  og skoðuðum  hlóðaeldhús, þar sem hangikjöt og bjúgu hanga upp í rjáfrinu. 

Jólastundir á Bergi

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Nú eru jólasöngstundirnar byrjaðar á Bergi. Við hittumst inni á Dvergasteini um 9:30 á morgnanna, kveikjum á rafmagnskertum og höfum það notalegt saman. Við syngjum skemmtileg jólalög og hlustum á jólasögu. 

Gott að hittast á morgnanna og fagna jólagleðinni saman :) 

Fjörulallar- fuglar, selir og fleiri flöskuskeyti

Ritað . Efnisflokkur: Bakkaberg

Bakkafjörulallar fóru í fjöruferðir og voru að fylgjast með fuglalífinu. Við sáum nokkrar tegundir eins og tjald, æðarfugla, stokkendur, máva, krumma og nokkra skógarþresti.

Við vorum líka svo heppin að sjá sel sem var að synda mjög nálægt landi og var eins og hann væri að fylgja okkur eftir þegar við fórum úr fjörunni.